Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar toppliðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 3:3. Trent kom inn á sem varamaður um miðjan síðari hálfleik og lagði upp tvö síðari mörk Liverpool í leiknum, bæði fyrir Mohamed Salah. Þar með er hann orðinn sá varnarmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur átt flestar stoðsendingar en bakvörðurinn hefur nú lagt upp 61 mark.
Fyrra metið átti félagi hans í stöðu vinstri bakvarðar hjá Liverpool, Andy Robertson, sem hefur átt 60 stoðsendingar..
Bovenkant
Trent sló met félaga síns í Newcastle
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar toppliðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 3:3.