Durant sló met

Þrefaldi Ólympíumeistarinn Kevin Durant sló stigamet fjórfalda Ólympíumeistarans Lisa Leslie í átta liða úrslitum í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í París á dögunum.

featured-image

Þrefaldi Ólympíumeistarinn Kevin Durant sló stigamet fjórfalda Ólympíumeistarans Lisa Leslie í átta liða úrslitum í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í París á dögunum. Bandaríkin sigruðu Brasilíu, 122:87, og Kevin Durant skoraði 11 stig í leiknum. Hann hefur nú skorað 489 stig fyrir landsliðið og sló því met Leslie fyrir flest stig fyrir Bandaríkin í körfubolta en hún skoraði 488 áður en hún hætti.

Leslie óskaði Durant til hamingju með að slá metið á samfélagsmiðlinum X og hvatti hann og liðið áfram. „Lisa Leslie þú ert gulls ígildi í körfubolta, ég þakka ást þína og stuðning í gegnum árin, þetta snýst allt um gullið, sækjum það félagar,“ svaraði Durant á samfélagsmiðlum..