Salah sló met Rooneys

Mohamed Salah sló met í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp í jafntefli Liverpool, 3:3, gegn Newcastle.

1 week Ago


Mohamed Salah sló met í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp í jafntefli Liverpool, 3:3, gegn Newcastle. Salah hefur nú leikið 37 leiki í deildinni þar sem hann hefur bæði skorað og lagt upp mark. Wayne Rooney átti fyrra metið en hann hafði afrekað þetta í 36 leikjum með Manchester United og Everton.

Næstir á eftir þeim koma Thierry Henry með 32, Alan Shearer með 31 og Andy Cole með 28 leiki. Salah er líka orðinn markahæstur í deildinni í vetur með 13 mörk en Erling Haaland hefur skorað 12 mörk fyrir Manchester City, Chris Wood 9 fyrir Nottingham Forest og Cole Palmer 9 fyrir Chelsea..

Copyright @ 2024 IBRA Digital